knits.by.linda
Tívolí peysa
Tívolí barnapeysan er hressileg, litrík og fjörug alveg eins og tívolí. Prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningum. Skemmtilegt tíglamynstur á bol og ermum skiptir peysunni í tvennt sem gefur henni karakter og mikla möguleika á að leika sér með litina. Fullkomin peysa á alla krakka. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 8 ára (10 ára) 12 ára
Yfirvídd: ca. 67 (70) 73 (77) 80 (84) 89 (93) 98 cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).
Garnmagn:
100 (100) 100 (100) 100 (150) 150 (150) 200 g af aðallit 1
100 (100) 100 (150) 150 (150) 200 (200) 250 g af aðallit 2
50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 g af mynsturlit 1
50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 g af mynsturlit 2
50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 g af mynsturlit 3
Prjónar: 5 mm hringprjónar og sokkaprjónar.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón á 5 mm prjóna.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.