knits.by.linda
Tívolí herrapeysa
Tívolí herrapeysan er hressileg peysa fyrir alla, með sama mynstri og á Tívolí barnapeysunni. Hér er hægt að leika sér með litina, hafa þá alla í sama tón eða litríka og út fyrir kassann. Prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningum og skemmtilegri mynsturrönd á bol og ermum sem skiptir peysunni upp í tvennt. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL)
Yfirvídd: ca. 102 (107) 111 (116) 120 (124) cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).
Garnmagn:
200 (200) 250 (250) 250 (250) g af aðallit 1 (litur 957 á mynd),
250 (300) 300 (300) 300 (350) g af aðallit 2 (litur 956 á mynd),
100 (100) 100 (100) 100 (100) g af mynsturlit 1 (litur 814 á mynd),
50 (50) 50 (50) 50 (50) g af mynsturlit 2 (litur 954 á mynd),
50 (50) 50 (50) 50 (50) g af mynsturlit 3 (litur 955 á mynd).
En það má að sjálfsögðu nota sama lit fyrir mynsturliti 2 og 3 ef vill.
Prjónar: 5 mm hringprjónar og sokkaprjónar.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.