Fara í vöruupplýsingar
1 af 4

knits.by.linda

Stjarna peysa

Venjulegt verð 950 ISK
Venjulegt verð Söluverð 950 ISK
Útsala Uppselt
Þetta er peysa með sögu. Þeir sem hafa eitthvað fylgst með mér vita sennilega að amma mín heitin var mikil handavinnukona og prjónaði allt á mig sem barn og síðan síðar á börnin mín. Hún prjónaði bara, studdist sjaldan við uppskriftir og einhvern veginn galdraði hún bara fram fullkomnar flíkur. Þegar elsta mín var nýlega farin að ganga prjónaði amma á hana svo dásamlega peysu sem við notuðum svo mikið. Peysan var ljós, aðeins síð, með kraga og hneppt með 4 tölum efst. Fullkomin yfir kjóla. Peysan er enn til, ég passaði upp á að geyma hana en datt auðvitað ekki í hug að rúmum 25 árum síðar myndi ég taka hana fram og skrifa og gefa út uppskriftina. Peysan Stjarna er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningu og mynstri á búk neðan erma. Ermar prjónaðar slétt. Tölu- og hnappagatalistar eru prjónaðir samhliða og endað á að prjóna kragann sem er með sama mynstri og á bol. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina áður en þú byrjar.

Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7 – 8 ára)
Yfirvídd: ca. 56 (59) 64 (67) 70 (72) 75 (78) cm
Garn: Duo frá Sandnes (50 g = 115 m).
Garnmagn: 150 (200) 200 (250) 250 (250) 300 (350) g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4 og hringprjónn nr. 3,5 í kragann. Prjónfesta: 22/10 á prjóna nr. 4.
Tölur: 3 (3) 3 (3) 4 (4) 4 (4) stk.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.