knits.by.linda
Stella ungbarnasett
Stellu settið er búið að vera lengi í vinnslu hjá mér. Peysuna prjónaði ég fyrst í september ´22 og síðan þá er það búið að malla hjá mér og velkjast fram og til baka. Mig langaði alltaf að búa til smekkbuxur með sama mynstrinu og var býsna lengi að velta fyrir mér hvernig ég gæti útfært þær. Svo er húfa auðvitað nauðsynleg með og ég valdi að hafa hana einfalda og klassíska. Peysan er með fallegu gatamynstri á bol neðan erma, hneppt með 3 tölum á berustykki. Berustykki og ermar prjónaðar slétt. Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Smekkbuxurnar eru allar með sama mynstri og á peysunni, prjónaðar ofan frá og niður, fyrst fram og til baka en síðan í hring. Húfan er einföld hjálmhúfa sem smellpassar með.
Stærðir: 0 – 3 mán (3 – 6 mán) 6 – 9 mán (9 – 12 mán).
Garn: Knitting for Olive merino (50 g ca. 250 m).
Garnmagn: í allt settið þarf 200 (200) 200 (250) g.
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr 3.
Prjónfesta: 28/10 slétt prjón á prjóna nr 3.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.