knits.by.linda
Spaðinn peysa
Þessari peysu fylgir smá saga. Þannig er að ég prjónaði þrjár röndóttar peysur á systurbörn mín veturinn 2020 – 2021 og fékk svo falleg skilaboð frá syni mínum í kjölfarið þegar ég póstaði mynd af þeim á Instagram, hvað þetta séu flottar peysur og hvort ég gæti kannski prjónað svona á hann. Ég hélt það nú og úr varð þessi peysa sem ég kalla Spaðann. Spaðinn er herrapeysa með röndum, prjónuð í hring ofan frá og niður. Hún er með svokölluðu axlarsæti og útaukningar í takt við það. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir í heild sinni áður en þið byrjið, amk hlutann um berustykkið þar sem útaukningarnar eru öðruvísi en oft áður.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL)
Yfirvídd: ca. 96 (104) 108 (116) 120 (127) cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).
Garnmagn: 350 (350) 400 (450) 500 (500) g af aðallit og
150 (150) 150 (150) 200 (200) g af lit fyrir rendur.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 5.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.