knits.by.linda
Saga ungbarnasett
Ungbarnasettið Saga samanstendur af peysu, buxum og kjusu. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningu og mynstri á berustykki og bol að framan. Hún er hneppt á hlið og tölu- og hnappagatalistar eru prjónaðir samhliða. Ermar og bakstykki eru prjónuð slétt. Buxurnar eru afar krúttlegar með upphækkun að aftan fyrir litla bossa, tvöföldu stroffi og snúru í mittið. Beinar og stuttar skálmar með mynstri að neðan. Kjusan er með sama mynstri og framan á peysu og á skálmum á buxum. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 0 – 3 mán (3 – 6 mán) 6 – 9 mán (9 – 12 mán)
Garn: Knitting for Olive merino (50 g = 250 m)
Garnmagn: 150 (150) 200 (200) g í allt settið.
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr 3.
Prjónfesta: 28/10 slétt prjón á prjóna nr 3.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.