knits.by.linda
Saga peysa
Peysan Saga er með sama mynstri og er á Sögu ungbarnasettinu – fínlegt mynstur sem myndar einskonar litla hringi. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningu og mynstri á berustykki að framan, á baki og niður bolinn. Ermar prjónaðar slétt. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 7 ára (8 ára)
Yfirvídd: ca. 63 (66) 66 (70) 73 (77) 80 (80) cm
Garn: LANG merino 120 (50 g = 120 m). Fæst hjá Garn í gangi á Akureyri.
Garnmagn: 200 (200) 250 (250) 250 (300) 350 (350) g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 4.
Prjónfesta: 22/10 slétt prjón en 23/10 í mynsturprjóninu sem kippir peysunni aðeins og er yfirvíddin reiknuð út frá því.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.