Fara í vöruupplýsingar
1 af 4

knits.by.linda

Retró golla

Venjulegt verð 950 ISK
Venjulegt verð Söluverð 950 ISK
Útsala Uppselt

Þessi peysa er opin útgáfa af Retró peysunni sem ég hef áður gefið út, en hugmyndina að henni fékk ég þegar ég horfði á sjónvarpsþátt sem gerist í kringum 1940 þar sem allir voru í heimaprjónuðum peysum, sem er alltaf svo heillandi. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningu og mynstri á framstykkjum og bakstykki. Ermar eru prjónaðar slétt. Tölu- og hnappagatalistar eru prjónaðir samhliða. Mynstrið er einfalt og samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar. 

Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7 – 8 ára).
Yfirvídd: ca. 56 (60) 62 (64) 67 (70) 73 (75) cm.
Garn: Pernilla frá Filcolana (50 g = 175 m).  
Garnmagn: 100 (150) 150 (150) 200 (200) 200 (250) g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4.
Prjónfesta: 24/10 slétt prjón.
Tölur: 5 (5) 6 (6) 6 (6) 7 (8) stk.

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.