knits.by.linda
Retró golla
Þessi peysa er opin útgáfa af Retró peysunni sem ég hef áður gefið út, en hugmyndina að henni fékk ég þegar ég horfði á sjónvarpsþátt sem gerist í kringum 1940 þar sem allir voru í heimaprjónuðum peysum, sem er alltaf svo heillandi. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningu og mynstri á framstykkjum og bakstykki. Ermar eru prjónaðar slétt. Tölu- og hnappagatalistar eru prjónaðir samhliða. Mynstrið er einfalt og samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7 – 8 ára).
Yfirvídd: ca. 56 (60) 62 (64) 67 (70) 73 (75) cm.
Garn: Pernilla frá Filcolana (50 g = 175 m).
Garnmagn: 100 (150) 150 (150) 200 (200) 200 (250) g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4.
Prjónfesta: 24/10 slétt prjón.
Tölur: 5 (5) 6 (6) 6 (6) 7 (8) stk.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.