Fara í vöruupplýsingar
1 af 2

knits.by.linda

Peysan hans Steina

Venjulegt verð 950 ISK
Venjulegt verð Söluverð 950 ISK
Útsala Uppselt

Þetta er peysa með sögu. Í fyrrasumar (2024) áskotnuðust manninum mínum svo dásamlegar, gamlar myndir. Þær voru flestar af honum og þar á meðal var ein, sennilega tekin sumarið 1974 þegar hann var tveggja ára og hann er á myndinni í svo fallegri heimaprjónaðri peysu sem prjónuð var af fingrum fram af mömmu hans. Ég fékk strax hugmynd að endurgera og nútímavæða þessa peysu með nýrri uppskrift og nefna hana peysuna hans Steina í höfuðið á honum. Síðan þá erum við hjónin búin að eignast lítinn ömmu- og afaprins sem einnig er kallaður Steini. Þetta er peysan þeirra. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningu. Einfalt mynstur á berustykki, neðst á bol og ermum. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.

Stærðir: 6–9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7 ára) 8 ára.
Yfirvídd: ca. 61 (65) 69 (72) 74 (78) 82 (84) 88 cm.
Garn: Knitting for Olive Heavy Merino. (50 g = 125 m). Einn aðallitur og einn mynsturlitur. Fæst hjá Garn í gangi á Akureyri.
Garnmagn:     
Aðallitur: 100 (150) 150 (200) 200 (200) 250 (250) 300 g.
Mynsturlitur: 50 (50) 50 (50) 50 (100) 100 (100) 100 g. 
Prjónar: 5 mm hringprjónar og sokkaprjónar. 
Prjónfesta: 19/10 (19 lykkjur á 10 cm) slétt prjón.

 

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.