knits.by.linda
Napólí golla
Hugmyndir koma til mín úr öllum áttum. Stundum sé ég mynd í blaði og stundum er það eitthvað í sjónvarpinu sem vekur þær upp en hugmyndin að þessari peysu kom eitt kvöldið þegar ég var að fá mér ís. Hérna í Hollandi fæst skafís sem er þrílitur, hvítur, brúnn og bleikur og þegar ég horfði ofan í ísdallinn hugsaði ég með mér að þetta gæti verið sniðugur útgangspunktur fyrir peysu. Síðan þá er hugmyndin búin að malla í höfðinu á mér eins og þær gera flestar og taka ýmsum breytingum. Napólí gollan er prjónuð ofan frá og niður með perluprjóni. Laskaútaukningar og stílhrein útfærsla á uppfiti og affellingum. Tölu- og hnappagatalistar prjónaðir samhliða. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7 ára) 8 ára
Garn: Daisy frá Drops (50 g = 115 m).
Garnmagn:
Litur 1, 50 (50) 100 (100) 100 (100) 100 (100) 100 g
Litur 2, 50 (50) 100 (100) 100 (150) 150 (150) 150 g
Litur 3, 50 (50) 100 (100) 100 (150) 150 (150) 150 g.
Prjónar: 4 mm hringprjónar og 4 mm sokkaprjónar.
Prjónfesta: 22/10 slétt prjón á prjóna 4 mm en 23/10 með perluprjóni.
Tölur: 3 (3) 3 (3) 4 (4) 4 (4) 4 stk.
Yfirvídd: ca. 55 (60) 64 (66) 69 (72) 77 (80) 83 cm.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.