knits.by.linda
Lyng no. 1 peysa
Lyng er þykk og hlý, kósý og mjúk. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með laskaútaukingu og mynstri á berustykki. Hún er með mátulegum kraga og mjög ́djúsí‘ ... fullkomin í útivistina allan ársins hring og ekki síður á köldum vetrardögum. Mynstrið á berustykki er samsett úr einföldum endurtekningum og aðeins eru notaðir tveir litir í einu. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir áður en þú byrjar.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL)
Yfirvídd: ca. 95 (102) 108 (114) 120 (126) cm
Garn: Drops Wish (50 g = 70 m).
Garnmagn: Aðallitur 450 (500) 550 (600) 650 (650) g.
Mynsturlitur 1: 50 g allar stærðir.
Mynsturlitur 2: 50 g allar stærðir.
Mynsturlitur 3: 50 g allar stærðir.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr. 8, lítill hringprjónn eða sokkaprjónar nr. 7 í kraga.
Prjónfesta: 13/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.