Fara í vöruupplýsingar
1 af 3

knits.by.linda

Lerki heilgalli

Venjulegt verð 1.050 ISK
Venjulegt verð Söluverð 1.050 ISK
Útsala Uppselt

Í vetur sem leið (2021 – 2022) bað vinkona mín mig um að prjóna galla sem heimferðarföt fyrir væntanlegt barnabarn. Ég prjónaði fyrir hana galla og skrifaði um leið niður hjá mér uppskrift af honum sem síðan hefur velkst um í huganum á mér og tekið ýmsum breytingum en hér er lokaútkoman af þeirri vinnu. Gallinn er prjónaður frá hálsmáli og niður, fram og til baka niður eftir bol en síðan er tengt í hring. Hann er með laskaútaukningum og mynstri alla leið niður og einnig á ermum. Mynstrið, sem kallast tvöfalt Andalúsíuprjón, samanstendur aðeins af sléttum og brugðum lykkjum. Mynstrið sem er frekar einfalt er síendurtekið og myndar skemmtilega heild. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir áður en þið byrjið.

Stærðir0–3 mán (3–6 mán) 6–9 mán (9–12 mán) 12–18 mán
Yfirvídd: ca. 50 (52) 57 (60) 65 cm.
Garn: Merino 120 frá LANG. (50 g = 120 m).
Garnmagn: 250 (250) 300 (350) 400 g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4 og hringprjónn nr. 3,5 í tölu- og hnappagatalista.
Prjónfesta: 22/10 slétt prjón á prjóna nr. 4 en athugið að endurtekið prjón með sléttum og brugðnum lykkjum getur skekkt prjónfestu aðeins og hún er nær 23/10 með mynsturprjóninu og yfirvíddin á gallanum er reiknuð samkvæmt því.
Tölur: 5 (5) 5 (6) 7 stk.

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.