knits.by.linda
Gullið mitt - ungbarnapeysa
Venjulegt verð
850 ISK
Venjulegt verð
Söluverð
850 ISK
Einingaverð
á
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningu og gatamynstri á framhliðum og bakhlið. Ermar eru prjónaðar slétt. Tölu- og hnappagatalistar eru prjónaðir eftir á. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar
Stærðir: fyrirburi (0 – 3 mán) 3 – 6 mán (6 – 9 mán)
Garn: Merinoull frá Knitting for Olive (50 g = 250 m).
Garnmagn: 50 (50) 100 (100) g.
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr 3. Prjónar nr. 2,5 í tölu – og hnappagatalista. Prjónfesta: 28/10 slétt prjón á prjóna nr 3.
Tölur: 5 (5) 5 (5) stk.
Yfirvídd: ca. 40 (44) 48 (51) cm. Yfirvíddin er miðuð við prjónfestu 28/10 af sléttu prjóni en mynsturprjón getur alveg breytt prjónfestunni lítillega og peysan orðið örlítið víðari en yfirvídd segir til um.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.