knits.by.linda
Grallari - barnapeysa
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þessi peysa er búin að vera lengi í vinnslu. Ég skrifaði uppskriftina fyrst haustið '22 og síðan þá er hún búin að velkjast um hjá mér, taka ýmsum breytingum og ég búin að prjóna hana margoft úr mismunandi garni. En nú er hún loksins tilbúin og bara býsna grallaraleg. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningu og símunstruð með 5 mismunandi mynstrum. Notaðir eru 3 litir, aðallitur og tveir mynsturlitir en einungis eru notaðir tveir litir í einu. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 7 ára (8 ára).
Yfirvídd: ca. 66 (69) 72 (75) 78 (81) 84 (87) cm.
Garn: Knitting for Olive Heavy Merino. (50 g = 125 m). Einn aðallitur og tveir mynsturlitir. Garnið fæst hjá Garn í gangi.
Garnmagn:
Aðallitur: 150 (150) 150 (150) 200 (250) 250 (300) g
Mynsturlitur 1: 50 (50) 50 (50) 100 (100) 100 (100) g
Mynsturlitur 2: 50 (50) 50 (50) 100 (100) 100 (100) g
Prjónar: 5 mm hringprjónar og sokkaprjónar og 4,5 mm sokkaprjónar í stroff á ermum og hálsmáli ef vill.
Prjónfesta: 19/10 (19 lykkjur á 10 cm) slétt prjón með einum lit á 5 mm prjóna, prjónfesta í mynsturprjóni er nær 20/10 með 5 mm prjónum.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.


