knits.by.linda
Gormur peysa
Venjulegt verð
950 ISK
Venjulegt verð
Söluverð
950 ISK
Einingaverð
á
Þessi peysa er búin að vera lengi í vinnslu, þvælast fram og aftur í hausnum á mér og ég er búin að rekja upp og byrja aftur margoft til að fá hana fullkomlega eins og ég sá hana fyrir mér. Ég er líka búin að prófa nokkrar mismunandi tegundir af garni og sveiflast til og frá með alls konar hugmyndir. En hér er hún tilbúin, með öðruvísi hálsmáli en gengur og gerist svokölluðum sjal kraga (e. Shawl collar).
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fyrst fram og til baka og þannig mótum við v- hálsmálið á henni, en síðan er prjónað í hring. Einfalt mynstur á bol sem samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7 – 8 ára)
Yfirvídd: ca. 56 (58) 62 (64) 68 (72) 74 (78) cm.
Garn: Sandnes Double Sunday (50 g = 108 m).
Garnmagn: 150 (200) 200 (250) 250 (300) 300 (350) g.
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 5 og hringprjónn nr. 4,5 í hálskraga.
Pjónfesta: 20/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.