knits.by.linda
Gormur jakkapeysa - fullorðins
Eftir að Gormur jakkapeysan fyrir börn kom út í nóvember 2023, var mikill áhugi og margar fyrirspurnir um eins fyrir fullorðna. Hér er hún tilbúin, með öðruvísi hálsmáli en gengur og gerist, svokölluðum sjal kraga (e. Shawl collar) og hneppt fyrir neðan hann.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningum, v- hálsmáli og sjalkraga ásamt tölu- og hnappagatalista. Einfalt mynstur á bol sem samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: XXS (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Yfirvídd: ca. 100 (106) 110 (117) 121 (125) 130 (134) cm, fullkláruð með tölulista.
Garn: Lama – Tweed frá Camarose (50 g = 100 m).
Peysan kemur einnig mjög vel út í t.d. Heavy merino frá Knitting for Olive og Bonus Aran í stóru dokkunum. Athugið bara að þegar annað garn er notað en uppgefið, að metrafjöldinn á dokkum er misjafn.
Garnmagn: 600 (650) 650 (700) 750 (750) 800 (850) g.
Prjónar: 5 mm hringprjónar og sokkaprjónar og 4,5 mm hringprjónn í tölu- og hnappagatalista.
Prjónfesta: 20/10 slétt prjón.
Tölur: 6 (6) 7 (7) 7 (8) 8 (8) stk.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.