knits.by.linda
Frú Skipper
Frá því ég gaf út uppskriftina að Skippernum hef ég reglulega fengið spurningar um hvort ég ætli að gera sambærilega kvenlega uppskrift og ég er búin að vera með það á bak við eyrað síðan. Þar sem það er auðveldlega hægt að nota Skipperinn fyrir alla ákvað ég að hafa þessa peysu hneppta. Frú Skipper er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með laskaútaukningum og símynstri. Mynstrið er þó aðeins samsett úr sléttum og brugðnum lykkjum. Sniðið á peysunni er frekar venjulegt, hún er hvorki þröng né víð, stutt né síð, eiginlega bara þessi mátulega golla sem smellpassar við allt. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Garn: Peysan er prjónuð úr tveimur þráðum saman, annars vegar Pernilla frá Filcolana (50 g = 175 m) og hins vegar Titicaca frá Holst (50 g = 400 m).
Garnmagn: 300 (300) 350 (350) 400 (400) 450 (450) g af Pernilla og 150 (150) 200 (200) 200 (200) 250 (250) g af Titicaca.
Prjónar: 4,5 mm hringprjónar og sokkaprjónar og 4 mm hringprjónn í tölu- og hnappagatalista.
Prjónfesta: 22/10 slétt prjón á 4,5 mm prjóna með báðum þráðum saman. Athugið að mynsturprjón skekkir prjónfestu aðeins, prjónfestan með mynsturprjóni er nær 21/10 og yfirvídd er reiknuð út miðað við það.
Yfirvídd: ca. 94 (99) 103 (108) 113 (117) 122 ( 126) cm.
Tölur: 6 (7) 7 (8) 8 (8) 9 (9) stk.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.