Fara í vöruupplýsingar
1 af 3

knits.by.linda

Esja peysa

Venjulegt verð 1.050 ISK
Venjulegt verð Söluverð 1.050 ISK
Útsala Uppselt

Ég elska peysur sem eru fullkomnar utan yfir skyrtur. Esja er akkúrat svoleiðis peysa. Létt, lipur og þægileg. Peysan er prjónuð ofan frá og niður með mynstri samsettu úr sléttum og brugðnum lykkjum. Hún er prjónuð með svokallaðri evrópskri öxl þar sem bakstykki er prjónað fyrst fram og til baka, síðan axlarstykkin og að lokum allt tengt saman í hring. Ermar eru prjónaðar með sama mynstri og peysan öll. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.

Stærðir: XXS (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL).
Garn: Knitting for Olive merino (50 g = 250 m) saman með Holst Titicaca (50 g = 400 m). Fæst hjá Garn í gangi á Akureyri.
Garnmagn: 
200 (200) 250 (250) 250 (300) 300 (300) g af KFO merino. 
150 (150) 150 (150) 150 (150) 200 (200) g af Titicaca.
Prjónar: 4,5 mm hringprjónar og sokkaprjónar. 
Prjónfesta: 21/10 (21 lykkja á 10 cm) með sléttu prjóni á 4,5 mm prjóna.
Yfirvídd: ca. 99 (105) 109 (112) 116 (122) 130 (139) cm.

 

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.