knits.by.linda
Doppa peysa
Venjulegt verð
950 ISK
Venjulegt verð
Söluverð
950 ISK
Einingaverð
á
Hugmyndir koma til mín úr öllum áttum. Systir mín, sem á krúttlegu börnin sem eru mín helstu módel, spurði mig fyrir nokkru hvort ég gæti ekki prjónað doppótta peysu. Síðan þá er ég búin að vera með það á heilanum hvernig sé best að útfæra það þannig að vel fari og Doppa er afraksturinn af þeirri vinnu. Doppa er fullkomin peysa á öll börn og það er auðveldlega hægt að leika sér með liti á alla kanta. Ég sá fyrir mér að það væri hægt að hafa allar doppurnar eins, eina eða tvær raðir í sama lit, allar mismunandi eða bara eins og ykkur dettur í hug. Þess vegna er hægt að segja að Doppa sé afgangapeysa – því það þarf ekki nema ca. 3 – 7 g í hverja doppurönd á bol.
Hvernig er þín Doppa?
Doppa er prjónuð ofan frá og niður, með laskaútaukningum. Einlit á berustykki en með
́líningu ́ á stroffi í uppfiti, á bol og ermum. Doppur á bol. Ég læt líka fylgja með tvær
útfærslur á ermum, með doppum og án. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir áður en þú byrjar.
Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (7-8 ára)
Yfirvídd: ca. 57 (60) 63 (67) 70 (73) 77 (80) cm
Garn: Pernilla frá Filcolana (50 g = 175 m)
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 4.
Prjónfesta: 24/10 slétt prjón. Athugið að mynsturprjón með litum getur breytt
prjónfestunni lítillega.
Garnmagn:
Með doppum á ermum:
150 (150) 200 (200) 200 (250) 300 (300) g samtals, sem skiptist í aðallit 100 (100) 150 (150) 150 (150) 200 (200) g og 50 (50) 50 (50) 50 (100) 100 (100) g af doppulit(um) sem getur verið sá sami eða sambland af mörgum.
Einlitar ermar:
150 (150) 200 (200) 200 (200) 250 (300) g samtals, sem skiptist í aðallit 100 (100) 150 (150)150 (150) 200 (250) g og doppulit(i) 50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 (50) g, sem getur verið sá sami eða sambland af mörgum.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.