knits.by.linda
Doppa húfa
Venjulegt verð
450 ISK
Venjulegt verð
Söluverð
450 ISK
Einingaverð
á
Doppa húfa er frábær við Doppu peysuna, það passar vel að prjóna hana úr afgöngunum og það er auðveldlega hægt að leika sér með liti á alla kanta. Ég sá fyrir mér að það væri hægt að hafa allar doppurnar eins, eina eða tvær raðir í sama lit, allar mismunandi eða bara eins og ykkur dettur í hug. Þess vegna er hægt að segja að Doppa húfa sé afgangahúfa– því það
þarf ekki nema ca. 1 – 2 g í hverja doppurönd.
Hvernig er þín Doppu húfa?
Stærðir: 6 – 18 mán (2 – 3 ára) 4 – 5 ára (6 – 8 ára)
Garn: Pernilla frá Filcolana (50 g = 175 m)
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 4.
Prjónfesta: 24/10 slétt prjón. Athugið að mynsturprjón með litum getur breytt prjónfestunni lítillega.
Garnmagn: 50 (50) 50 (50) g af aðallit og 50 (50) 50 (50) g af doppulit(um) sem getur verið sá sami eða sambland af mörgum.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.