Fara í vöruupplýsingar
1 af 4

knits.by.linda

Blíðalogn ungbarnateppi

Venjulegt verð 550 ISK
Venjulegt verð Söluverð 550 ISK
Útsala Uppselt

Ég er búin að vera með ungbarnateppi í huganum í töluverðan tíma og þar er það búið að velkjast um og taka ýmsum breytingum. En á endanum varð Blíðalogn útkoman og ég er afar sátt við það. Það er mjúkt og hlýtt og fullkomið til að vefja utan um litla kroppa eða leggja fallega yfir sængur. Teppið er prjónað fram og til baka með mynstri sem er síendurtekið en myndar fallega heild. Perluprjónskantur umhverfis setur svo punktinn yfir i-ið. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir og skoða mynsturteikninguna vel áður en þið byrjið.J

Stærð: Ein stærð ca. 80 x 100 cm.
Garn: Merino 120 frá LANG. (50 g = 120 m). Það fæst hjá Garn í gangi á Akureyri. Garnmagn: 450 g.
Prjónar: hringprjónn nr. 4,5 (gott að nota t.d. 60 – 80 cm).
Prjónfesta: 21/10 slétt prjón á prjóna nr. 4,5 en athugið að endurtekið mynsturprjón getur skekkt prjónfestuna aðeins.

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.