knits.by.linda
Bismark jólahúfa
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Hér kemur jólahúfan Bismark sem er með krúttlegu og jólalegu mynstri. Lagið á henni er eins og á jólasveinahúfu og það er hægt að toppa hana með sætum skúf eða dúski. Það er tilvalið að nota afganga í mynstrið því það þarf afar lítið af hverjum lit og það er auðvitað hægt að bæta við eða fækka litum ef vill. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir áður en þú byrjar.
Stærðir: 6 – 18 mán (2 – 4 ára) 5 – 8 ára (9 – 12 ára).
Mál: ca. 19 (21) 23 (25) cm, mælt þvert yfir flata húfu rétt fyrir neðan eða ofan mynstur.
Garn: Pernilla frá Filcolana (50 g = 175 m). Fæst td. hjá Garn í gangi á Akureyri.
Prjónar: 4 mm hringprjónar og sokkaprjónar.
Prjónfesta: 24/10 slétt prjón (24 lykkjur á 10 cm) með einum lit.
Garnmagn: 50 (50) 100 (100) g af aðallit og 50 (50) 50 (50) g af mynsturlit/um sem getur verið sá sami eða sambland af mörgum.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.

