knits.by.linda
Bellatrix peysa
Stundum verða uppskriftirnar mínar til, nánast upp úr þurru. Þessi peysa er akkúrat þannig – ég var að leika mér að teikna upp mynstur og hugmyndinni laust niður. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring með útaukningum og mynstri á berustykki. Öðruvísi frágangur á ermum og bol en vanaleg stroff. Hálsmál er heldur ekki með vanalegu stroffi og er prjónað slétt og mun rúllast aðeins. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 7-8 ára
Yfirvídd: ca. 64 (67) 71 (75) 77 (80) 85 cm.
Garn: POP merino frá HipKnitShop (50 g = 115 m). Fæst hjá Guðrúnu Ólöfu (gudrunolof.com) og garnbúð Eddu. Einnig er hægt að nota td. LANG merino120 og Daisy frá Drops. Athugið bara að það getur verið misjafn metrafjöldi eftir tegundum á 50 g dokkum.
Garnmagn:
Aðallitur: 150 (200) 200 (250) 250 (300) 300 g.
Mynsturlitur 1: 50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 g.
Mynsturlitur 2: 50 (50) 50 (50) 50 (50) 50 g.
Prjónar: 4 mm hringprjónar og sokkaprjónar, 4,5 mm hringprjónar í mynstur.
Prjónfesta: 22/10 slétt prjón með einum lit á 4 mm prjóna og 22/10 með 4,5 mm prjónum tví/þríbanda í mynstri.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.