knits.by.linda
'79 peysan - fullorðins
´79 peysan fyrir börn var ein af mínum fyrstu uppskriftum sem ég gaf út. Hugmyndin af henni er komin frá peysu sem amma mín heitin prjónaði á mig árið 1979 og ég var svo ánægð með. Fljótlega eftir að barnapeysan kom út fór ég að fá skilaboð úr ýmsum áttum hvort ég gæti ekki gert fullorðinsútgáfu líka. Ég setti það á bak við eyrað og nú, öllum þessum mánuðum síðar, er hún hér. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með háum og notalegum kraga. Hún er með laskaútaukningum, garðaprjóni á berustykki og kaðli framan á búk neðan erma. Einnig er garðaprjónsrönd niður ermar. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir áður en þið byrjið.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL)
Yfirvídd: ca. 95 (101) 104 (110) 113 (119) cm
Garn: Knitting for Olive Heavy Merino (50 g = 125 m).
Garnmagn: 350 (400) 450 (500) 550 (600) g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr. 5. Aukaprjónn fyrir kaðal, þarf alls ekki að vera kaðlaprjónn, það er vel hægt að nota sokkaprjón.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.