knits.by.linda
'79 peysan
Þetta er peysa með sögu. Amma mín heitin sem var mér mjög kær og náin, var mjög mikil handavinnukona. Hún prjónaði allt á mig þegar ég var barn og síðar á börnin mín. Hún hvatti mig til dáða þegar ég byrjaði að prjóna haustið 2008 og var minn helsti stuðningsmaður. Þessi uppskrift er endurgerð af peysu sem hún prjónaði á mig árið 1979 og myndin af mér sem fylgir með á öftustu síðu sýnir. Ég man svo vel hvað ég var ánægð með þessa peysu, hún var svo fallega fjólublá og ekki skemmdi fyrir að amma prjónaði svipaða á sig þannig að við vorum í stíl. Eftir minni bestu vitund prjónaði amma hana án nokkurrar uppskriftar, enda gerði hún það oft, byrjaði bara og sá svo til hvernig það þróaðist en skrifaði aldrei neitt niður. Peysan er því miður ekki til lengur en myndin er til og ég notaði hana til að útfæra og nútímavæða þessa uppskrift.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.