knits.by.linda
Tópas ungbarnasett
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Tópas ungbarnasettið samanstendur af peysu, buxum og húfu fyrir þau allra minnstu. Peysan og buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður. Á peysunni er mynstur á berustykki sem einungis er sett saman með sléttum og brugðnum lykkjum. Buxurnar eru einfaldar og þægilegar, fara vel með mynstruðu peysunni og eru með mynstri niður eftir hliðum. Húfan er klassísk hjálmhúfa með mínu lagi og sama mynstri og á buxum.
Stærðir: fyrirburi (0 – 3 mán) 3 – 6 mán (6 – 9 mán).
Garn: Merinoull frá Knitting for Olive (50 g = 250 m). Fæst hjá Garn í gangi á Akureyri. Settið er líka örugglega fallegt úr Dale Lille Lerke, Sandnes Lanett, Sandnes Sunday eða Sandnes Tynn merinoull. Það er svipuð prjónfesta á öllu þessu garni, það þarf bara að hafa í huga að metralengd á dokkum er misjöfn og því þarf meira af því en uppgefnu garni.
Garnmagn: 100 (150) 150 (200) g í allt settið.
Prjónar: 3 mm hringprjónar og sokkaprjónar. 2,5 mm prjónar í tölu – og hnappagatalista á peysu.
Prjónfesta: 28/10 slétt prjón á 3 mm prjóna (28 lykkjur á 10 cm).
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.



