Fara í vöruupplýsingar
NaN af -Infinity

knits.by.linda

Retró peysa

Venjulegt verð 950 ISK
Venjulegt verð Söluverð 950 ISK
Útsala Uppselt
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, í hring með laskaútaukningu og mynstri að framan og á baki. Ermar prjónaðar slétt, sem og laskalykkjur í berustykki. Mynstrið samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum. Hugmyndina fékk ég þegar ég var að horfa á sjónvarpsþátt sem gerist í kringum 1940 og mikið um prjónaðar peysur. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.

Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 8 ára (10 ára)
Yfirvídd: ca. 61 (63) 66 (68) 72 (74) 77 (83) cm
Garn: Sandnes Duo (50 g = 115 m)
Garnmagn: 200 (200) 250 (250) 250 (300) 350 (400) g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 4.
Prjónfesta: 22/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.