Fara í vöruupplýsingar
1 af 3

knits.by.linda

Litli spaðinn

Venjulegt verð 950 ISK
Venjulegt verð Söluverð 950 ISK
Útsala Uppselt

Litli spaðinn er barnaútgáfan af herrapeysunni Spaðanum sem ég gaf út sumarið 2022. Litli spaðinn er með röndum, prjónuð í hring ofan frá og niður. Hún er með svokölluðu axlarsæti og útaukningar í takt við það. Litli spaðinn er fullkomin afgangapeysa, þar sem hægt að að hafa allar rendurnar í sama lit eða allar mismunandi, allt eftir þeim afgöngum sem til eru. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir í heild sinni áður en þið byrjið, amk hlutann um berustykkið þar sem útaukningarnar eru öðruvísi en oft áður. 

Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 8 ára (10 ára)
Yfirvídd: ca. 65 (68) 73 (76) 78 (83) 87 (89) cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).  
Garnmagn: 150 (150) 150 (200) 200 (250) 250 (300) g af aðallit og 50 (50) 100 (100) 100 (100) 100 (150) g af lit fyrir rendur og líningu á stroffi sem getur verið allt í sama lit eða allt mismunandi.       
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 5.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón.

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.