knits.by.linda
Litli spaðinn
Litli spaðinn er barnaútgáfan af herrapeysunni Spaðanum sem ég gaf út sumarið 2022. Litli spaðinn er með röndum, prjónuð í hring ofan frá og niður. Hún er með svokölluðu axlarsæti og útaukningar í takt við það. Litli spaðinn er fullkomin afgangapeysa, þar sem hægt að að hafa allar rendurnar í sama lit eða allar mismunandi, allt eftir þeim afgöngum sem til eru. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir í heild sinni áður en þið byrjið, amk hlutann um berustykkið þar sem útaukningarnar eru öðruvísi en oft áður.
Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 8 ára (10 ára)
Yfirvídd: ca. 65 (68) 73 (76) 78 (83) 87 (89) cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).
Garnmagn: 150 (150) 150 (200) 200 (250) 250 (300) g af aðallit og 50 (50) 100 (100) 100 (100) 100 (150) g af lit fyrir rendur og líningu á stroffi sem getur verið allt í sama lit eða allt mismunandi.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 5.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.