knits.by.linda
Litli skipperinn
Litli Skipperinn er barnaútgáfa af herrapeysunni Skippernum sem kom út í september 2021. Ég var alltaf með það á bak við eyrað að gera hana líka fyrir börn því það er eitthvað krúttlegt við það að pabbar eða jafnvel afar og börn séu í stíl. Peysan er í duggarastíl með áhrifum frá Guernsey. Prjónuð ofan frá og niður með laskaútaukningum. Einlit en mynstruð og mynstur samanstendur eingöngu af sléttum og brugðunum lykkjum. Athugið að bolurinn er mismunandi eftir stærðum, þ.e. mismunandi hversu mörg mynstur eru prjónuð. Ég mæli með að lesa uppskriftina yfir áður en þú byrjar, hún þarfnast athygli þar sem hún er eitt stórt mynstur.
Stærðir: 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 ára (6 ára) 8 ára (10 ára) 12 ára
Yfirvídd: ca. 67 (72) 72 (78) 83 (89) 89 (94) 100 cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).
Garnmagn: 200 (250) 250 (300) 300 (350) 400 (450) 450 g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 5.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón á prjóna nr. 5.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.