knits.by.linda
Kjóllinn hennar Stínu
Kjóllinn hennar Stínu er sparilegur en umfram allt þægilegur kjóll með sama fallega gatamynstrinu og peysan Stína fína sem kom út í júlí ́22. Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, með laskaútaukningum og mynstri á búk neðan erma. Ermarnar eru kvart, þær og berustykki eru prjónuð slétt en á pilsi neðan erma er fínlegt gatamynstur. Í fyrstu er kjóllinn prjónaður fram og til baka en síðan er tengt í hring. Ég mæli með að lesa yfir uppskriftina í heild áður en þú byrjar.
Stærðir: 3 mán (6 mán) 1 árs (2 ára) 3 ára (4 ára) 5 – 6 ára (7 – 8 ára)
Garn: LANG merino 120 (50 g = 120 m), sem fæst hjá Garn í gangi á Akureyri.
Garnmagn: 200 (250) 250 (300) 350 (400) 450 (550) g.
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr 4. Heklunál nr. 3 til að hekla lykkju í hálsmáli. Prjónfesta: 22/10 slétt prjón á prjóna nr 4.
Yfirvídd: ca. 51 (55) 58 (62)65 (73) 76 (80) cm. Yfirvíddin er miðuð við prjónfestu 22/10 af sléttu prjóni og mæld rétt fyrir neðan ermar, áður en byrjað er á mynstri á pilsi.
Tölur: 1 stk. fyrir allar stærðir.
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.