Fara í vöruupplýsingar
1 af 3

knits.by.linda

Hringur peysa

Venjulegt verð 0 ISK
Venjulegt verð Söluverð 0 ISK
Útsala Uppselt

Hringur peysan er prjónuð ofan frá og niður. Með einföldu mynstri á framstykki, bæði á berustykki og niður bol að framan, en þrátt fyrir einfalt mynstur myndast skemmtileg hringform. Afar einföld uppskrift og sérstaklega góð fyrir byrjendur í prjóni og þá sem vilja læra að prjóna peysur ofan frá. Góðar útskýringar, myndir og bent er á myndbönd með ýmsum aðferðum. Fljótprjónuð fyrir vanari prjónara. Hringur er hin fullkomna peysa á leikskólann og í skólann, í útileguna, útivistina eða bara hversdagspeysan alla daga.

Stærðir: 6 – 9 mán (1 árs) 2 ára (3 ára) 4 ára (5 ára) 6 ára (8 ára) 10 ára
Yfirvídd: ca. 60 (64) 69 (71) 76 (78) 82 (84) 89 cm
Garn: Filcolana Peruvian Highland wool (50 g = 100 m).
Garnmagn: 150 (200) 200 (200) 250 (250) 300 (350) 350 g.
Prjónar: hringprjónar og sokkaprjónar nr 5.
Prjónfesta: 18/10 slétt prjón á prjóna nr. 5.

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang þegar greiðsla hefur verið framkvæmd. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum áður en hlekkurinn verður óvirkur. Ég mæli með að vista uppskriftina á góðum stað.